Opinber vefsíða Íslenska íhugunarfélagsins
Yfirlit yfir rannsóknir
Rannsóknir á Innhverfri íhugun eru umfangsmestu rannsóknir sem til eru á nokkurri aðferð til mannlegs þroska. Alls hafa meira en 600 vísindarannsóknir verið gerðar við 250 óháða háskóla og stofnanir í 33 löndum. Rannsóknirnar hafa verið birtar í meira en 100 helstu vísindatímaritum veraldar og sýna jákvæð áhrif á allar hliðar lífsins.
Jákvæð áhrif á mörgum sviðum
Vísindamenn hafa dregið þá ályktun að Innhverf íhugun lífgi innri greind líkamans og styrki þannig innbyggðan hæfileika hans til að heila sjálfan sig. Hér fyrir neðan er dæmi um þau víðtæku áhrif sem staðfest hafa verið með rannsóknum og birt hafa verið í leiðandi, ritrýndum lækna- og vísindatímaritum.
Opinber viðurkenning og stuðningur
Heilsustofnun Bandaríkjanna (the National Institutes of Health) hefur samtals veitt 24 milljóna dala styrk til rannsókna á áhrifum Innhverfrar íhugunar til að fyrirbyggja og meðhöndla hjartasjúkdóma, háþrýsting og heilablóðfall.
Rannsóknirnar hafa hingað til sýnt:
- Að það dregur úr áhættuþættum háþrýstings, sykursýki og offitu (American Medical Association's Archives of Internal Medicine)
- Auknar lífslíkur (American Journal of Cardiology)
- Increased lifespan (American Journal of Cardiology)
- Minni þykknun í hálsslagæð (American Heart Association's Stroke)
- Lægri blóðþrýsting samanborið við aðrar aðferðir (Ethnicity & Disease)
- Færri hjartaáföll (Ethnicity & Disease)
- Minni notkun háþrýstingslyfja (American Journal of Hypertension)
- Bætt viðbrögð í heila við streitu og sársauka (NeuroReport)