Opinber vefsíða Íslenska íhugunarfélagsins
Innhverf íhugun og heilsa
Margir læknar og aðrir sérfræðingar í heilbrigðisstétt iðka sjálfir Innhverfa íhugun og ráðleggja sjúklingum hana. Hér fyrir neðan er að finna spurningar og svör lækna við þeim varðandi nokkra sjúkdóma og kvilla. Samanburðarrannsóknir á Innhverfri íhugun og öðrum aðferðum hafa sýnt að Innhverf íhugun er áhrifaríkari þegar kemur að langvarandi slökun, lækkun á magni streituhormóna í daglegu lífi og auknu heilbrigði og langlífi.Dr. Elizabeth Young, heimilislæknir
„Ég lærði Innhverfa íhugun fyrir 25 árum sem er án alls vafa það besta sem ég hef nokkurn tíma gert. Ég veit ekki hvernig ég hefði komist af sem heimilslæknir í fullu starfi án þessarar tækni sem dregur úr streitu og hleður rafhlöðurnar. Ég hef fylgst með árangri þúsunda manna sem hafa lært Innhverfa íhugun og ég mæli hiklaust með henni."
Hvað er það besta sem hægt er að gera fyrir heilsuna?
Stöðugt er boðið upp á nýjar lausnir við heilsufarsvanda nútímans. Lykillinn að góðri almennri heilsu er hins vegar sá að leyfa innri greind líkamans að endurheimta jafnvægi og góða heilsu. Hvíld gerir innra heilunarkerfi líkamans kleift að ná fullri virkni. Þegar líkaminn fær ónóga hvíld er hætta á að starfsemi hans fari úrskeiðis og streitutengd vandamál geri vart við sig. Áætlað hefur verið að um 80% af öllum læknaheimsóknum séu vegna streitutengdra vandamála. Innhverf íhugun skapar djúpa hvíld sem losar á eðlilegan hátt um rótgróna streitu og þreytu. Hún stuðlar með því móti að líkamlegri endurnýjun og skilvirkari heilastarfsemi.