Innri friður: sállíkamleg reynsla

Ekki er nóg að samsama sig innri friði á yfirborðinu. Það verður að upplifa hann líkamlega. Sú djúpa hvíld sem Innhverf íhugun veitir slakar á líkamanum og gerir honum kleift að losa um steitu og uppsafnaða þreytu. Þegar taugakerfið er slakara bregst fólk af meira rólyndi við vandamálum sem upp koma.

Maharishi talar um hamingju
(3 mín.)

Auðvlet að öðlast innri frið

Innri friður eykst á áreynsluslausan hátt með því að bæta Innhverfri íhugun inn í daglegt líf. Það er eðlileg tilhneiging hugans að fara þangað sem meiri hamingju er að finna. Við iðkun Innhverfrar íhugunar gerist það eðlilega og sjálfkrafa. Rannsóknir hafa sýnt að Innhverf íhugun dregur úr kvíða, þunglyndi og jafnvel einkennum áfallastreitu.

Innri friður er ekki hlutlaust ástand

Sannur innri friður er sú rólyndis- og stöðugleikatilfinning sem þarf til þess að ná árangri í hinu önnum kafna heimi. Íþróttamenn kalla þetta að vera á „svæðinu" (zone) þegar þeir ná hámarksárangri en viðhalda á sama tíma ró sinni og heildarsýn. Til þess að finna innri frið þarf ekki að draga sig í hlé uppi í helli uppi á fjalli.

Með því að bæta hljóðlátri reynslu af Innhverfri íhugun inn í daglegt líf vex innri friður. Þessu má líkja við hina gömlu aðferð til að lita vefnað, þ.e.a.s. með því að dýfa vefnaðinum í lit og hengja hann til þerris aftur og aftur þangað til liturinn festist. Með sama hætti skapar endurtekin reynsla af Innhverfri íhugun ástand sem er þannig að engin streitureynsla nær að skyggja á hana. Þá skiptir engu máli hvers kyns vandamál skjóta upp kollinum, fólk tekur þeim með jafnaðargeði.

Transcendental Meditation in Action

Ellen DeGeneres: „Ég opna augun eftir 20 mínútur og er leið að þær séu liðnar" (2 min.)

Elizabeth Young, heimilislæknir í London:

„Þegar ég hef lokið við að íhuga finnst mér ég vera endurnærð og tilbúin að takast á við vandamálin ...ég hef horft upp á þúsundir fólks njóta góðs af iðkun Innhverfrar íhugun og ég ráðlegg öllum hiklaust að læra hana."

Meena, 11 ára

„Ég mundi segja að Innhverf íhugun geri mig mjög  glaða. Ég er mjög glöð innra með mér þegar ég íhuga og glöð þegar ég er búin."