Að „transendera"

„Hver sem er getur farið djúpt inn á við og fyllt hugann hamingju, með þeirri ótakmörkuðu greind sem situr við uppsprettu hugsana."  – Maharishi Mahesh Yogi

Að upplifa hið innra sjálf

Við iðkun Innhverfrar íhugunar fær iðkandinn reynslu af ástandi þar sem hugurinn er algerlega hljóður og fullkomlega vakandi. Þetta er kallað að „transcendera" sem merkir að fara „handan við" eða „út fyrir". Þegar hugurinn hefur farið handan við alla virkni og starfsemi upplifir hann hið innra sjálf, fullkominn frið eða „handanlæga" vitund.

 

Líking

Hugurinn er eins og haf - stanslaust á hreyfingu á yfirborðinu en hljóður og óhemju máttugur í undirdjúpunum. Innhverf íhugun felst í að kyrra hugann án nokkurrar áreynslu þar til djúpum hugans er náð - og láta ótakmarkað svið tærrar vitundar endurhlaða hugann. Um leið og hugurinn kyrrist verður öndun mjög fíngerð og vöðvarnir slakir. Hugurinn fer inn á við, handan við hugsanir í áttina að hljóðasta og friðsamasta sviði vitundarinnar - hinu innra sjálfi. 

 

Aðrar aðferðir

Möguleikinn á að fara „handan við" með Innhverfri íhugun er það sem gerir tæknina algerlega frábrugðna öðrum aðferðum. Aðrar aðferðir fela ávallt í sér annað hvort einbeitingu (að stýra huganum eða athyglinni) eða hugrenningar (einhvers konar virk huglæg framvinda). Þannig viðhalda aðrar aðferðir en Innhverf íhugun virkni hugans - sem í raun hindrar það að hugurinn fari „handan við" eða „transenderi".

Áreynslulaus aðferð

Persónuleg reynsla iðkanda daginn sem hann lærði:

„Ég vissi ekki við hverju mátti búast og byrjaði að upplifa meiri og meiri slökun eins og ég væri að sökkva niður í stólinn sem ég sat á. Síðan byrjaði ég, kannski fáeinum mínútum síðar, að upplifa hljótt, innra ástand þar sem voru engar hugsanir, aðeins tær vitund og ekkert annað. Síðan varð ég aftur vör við umhverið. Þetta skildi eftir djúpa rósemdartilfinningu, innri ferskleika og gleði."