Opinber vefsíða Íslenska íhugunarfélagsins
Að „transendera"
„Hver sem er getur farið djúpt inn á við og fyllt hugann hamingju, með þeirri ótakmörkuðu greind sem situr við uppsprettu hugsana." – Maharishi Mahesh Yogi
Að upplifa hið innra sjálf
Við iðkun Innhverfrar íhugunar fær iðkandinn reynslu af ástandi þar sem hugurinn er algerlega hljóður og fullkomlega vakandi. Þetta er kallað að „transcendera" sem merkir að fara „handan við" eða „út fyrir". Þegar hugurinn hefur farið handan við alla virkni og starfsemi upplifir hann hið innra sjálf, fullkominn frið eða „handanlæga" vitund.
Líking
Aðrar aðferðir
Möguleikinn á að fara „handan við" með Innhverfri íhugun er það sem gerir tæknina algerlega frábrugðna öðrum aðferðum. Aðrar aðferðir fela ávallt í sér annað hvort einbeitingu (að stýra huganum eða athyglinni) eða hugrenningar (einhvers konar virk huglæg framvinda). Þannig viðhalda aðrar aðferðir en Innhverf íhugun virkni hugans - sem í raun hindrar það að hugurinn fari „handan við" eða „transenderi".