Bætt samskipti

Öll árangursrík samskipti byggja á því að gefa. Við getum hins vegar aðeins gefið það sem við eigum. Oft eigum við litla orku eftir í lok vinnudags fyrir vini og fjölskyldu. Vina- og fjölskyldusambönd líða fyrir það. Innhverf íhugun stuðlar að betri og innihaldsríkari samskiptum og eykur hæfileikann til að gefa meira af sér á jákvæðan hátt.

Innhverf íhugun dregur úr streitu sem er meiri háttar hindrun í vegi góðra samskipta og stuðlar að þroskaðari og samúðarfyllri persónuleika. 

Anxiety, Stress and Coping: An International Journal 1993 6:245–262

Atviksrannsókn

Í rannsókn á stjórnendum í bílaiðnaði kom í ljós að eftir þriggja mánaða reglulbundna iðkun Innhverfrar íhugunar sýndu þeir betri árangur í starfi og bætt samskipti miðað við samanburðarhóp.

 

Leggðu fyrst rækt við sjálfa(n) þig

Þær fáu mínútur sem við eyðum í okkur sjálf með því að iðka Innhverfa íhugun auka hæfileikann til að bregðast við þörfum fjölskyldu, vina og samstarfsfólks.

Með þessari einföldu aðferð sem gerir huganum kleift að kyrrast og upplifa vökula hvíld – þar sem líkaminn er í djúpri hvíld og hugurinn fullkomlega vakandi – er losað um djúpstæða streitu og þreytu á náttúrulegan hátt.

Þetta einstaka ástand skapar mikla samvirkni og skipulag í starfsemi heilans sem leiðir til aukinnar reynslu af friði, samstillingu, skýrleika og hæfileika til að sjá hluti í réttu ljósi. Með því að bæta iðkun Innhverfrar íhugunar inn í daglegt líf eykst innri friður. Afleiðingin af því að hugurinn verður rórri er að fólk finnur fyrir minni streitu og álagi heima fyrir og í vinnu. 

Það á alltaf við, að ef við erum jákvæð og opin gagnvart öðrum verða viðbrögðin þau að aðrir verða opnari og jákvæðari gagnvart okkur. Þannig endurspeglast sú innri þróun sem á sér stað með Innhverfri íhugun í samskiptum sem eru meira gefandi, jafnt á vinnustað, innan fjölskyldu og út á við. 

Þessi einstöku áhrif Innhverfrar íhugunar hafa jafnframt mikla samfélagslega þýðingu. Þegar einstaklingar upplifa minni streitu og nýta meira af andlegum hæfileikum sínum, leggja þeir eðlilega meira af mörkum til samfélagsins.

Innhverf íhugun bætti samskipti mín - (1 mín.) Racquel Zimmerman ofurfyrirsæta

 

Hvað segja læknar?