Uppljómun

„Uppljómun er eðlilegt og náttúrulegt ástand hugar og líkama. Ásandið skapast þegar vitundin er fullþroskuð og veltur á fullkominni og samstilltri starfsemi allra þátta hugar og taugakerfis. Þegar menn fullnýta hugann og líkamann á þennan hátt, verður sérhver hugsun og athöfn sjálfkrafa rétt og uppbyggileg. Þannig verður lífið þjáningalaust, því er lifað með reisn og til fullnustu." - Maharishi

 

Að „transendera" er forsenda uppljómunar

Alla daga frá morgni til kvölds upplifum við þetta hversdagslega, virka svið hugsunar. Við Innhverfa íhugun upplifir fólk ástand þar sem hugurinn er fullkomlega hljóður en samt sem áður glaðvakandi. Að „transendera" (e. to transcend) merkir að fara „handan við", og þar er einmitt hið „handanlæga" ástand að finna þar sem hugurinn hefur yfirstigið alla virkni, alla starfsemi. Þetta er reynsla af hinu innra sjálfi, fullkomnum friði.

Að „transendera", fara handan við, er altæk reynsla sem þekkt er í öllum menningarsamfélögum þrátt fyrir að hún gerist sjaldan og oftast fyrir tilviljun. Innhverf íhugun er kerfisbundin aðferð sem allir geta iðkað í þeim tilgangi að „fara handanvið". Án þeirrar reynslu hefur maðurinn eingöngu aðgang að hinum síbreytilegu þáttum lífsins. Hugsanir okkar, tilfinningar, áætlanir og  minningar - allt er stöðugum breytingum undirorpið. Því er engin furða að maðurinn upplifir sig sem aðgreindan og einangraðan frá innri gildum lífsins - þ.e.a.s. sjálfinu.
Fólk segir oft, eftir að hafa lært Innhverfa íhugun, að því finnist það vera tengdara, meira og meira í tengslum við sig sjálft, ánægðara og hamingjusamara.

 

Löngunin til að þekkja sjálfan sig

 

Löngunin til að þekkja sjálfa(n) sig og tengsl sín við heiminn er eðlileg. Í gegnum aldirnar hefur hún hvatt dýrlinga og heilagt fólk til að leita inn á við í leit að uppljómun. Flestir af þeim sem forvitnast um Innhverfa íhugun sækjast eftir þeim einföldu, hagnýtu áhrifum sem iðkunin hefur í för með sér. 

Engu að síður eru jafnframt þeir sem vilja læra Innhverfa af ástæðum sem útskýra má með orðum eins og „sjálfsþekking", „sjálfsvitund", „innri friður", „andlegur þroski". Allt eru þetta jafn gildar ástæður fyrir því að læra og eru í vissum skilningi einmitt það sem Innhverf íhugun stuðlar að.

Innhverf íhugun veitir aðgang að hinni djúpu kyrrð sjálfsins sem býr innra með hverjum og einum. Með reglubundinni iðkun tvinnast kyrrðin og sælan sem hlýst af þessari reynslu saman við daglegt líf sem leiðir til uppljómaðs lífs þar sem hugur, líkami og hjarta eru fullþroska.

Lynette Jones

Lynnette Jones, skólaliði 

„Þegar móðir mín lést leitaði ég að einhverju í lífinu en vissi ekki hvert ég átti að leita. Fyrir tilviljun var vinkona mín að skipuleggja kynningarfund um Innhverfa íhugun heima hjá sér svo mér tókst að sannfæra manninn minn um að koma með og við höfum aldrei séð eftir þeim degi. Að uppgötva Innhverfa íhugun hefur breytt lífi okkar til hins betra, bæði andlega og í efnislegum skilningi. Við höfum fundið jafnvægi, þakklæti og frið í okkar lífi og þetta virðist endurspeglast bæði í okkar persónulega lífi og vinnunni. Ég vildi að fleiri gerðu sér grein fyrir dásamlegum kostum þess að iðka Innhverfa íhugun."