Opinber vefsíða Íslenska íhugunarfélagsins
Einstaklingurinn grunneining heimsfriðar
Þegar fólk lærir Innhverfa íhugun er ástæðan ef til vill ekki sú að það vilji skapa heimsfrið. Samt sem áður var heimsfriður takmark Maharishi þegar hann kynnti Innhverfa íhugun til sögunnar árið 1958. Strax þá lagði hann áherslu á að friður einstaklingsins væri grunnþáttur heimsfriðar líkt og grænn skógur væri ekki annað en samsafn af einstökum grænum trjám. Friður væri óhugsandi án friðsamra einstaklinga. Jafnvel þó að margt gott fólk ynni heilshugar að heimsfriðarmálum krefðist heimsfriður annars og meira en vitsmunalegrar trúar á frið. Heimsfrið væri eingöngu hægt að skapa með umbreytingum á dýpsta sviði mannshugans og með samsvarandi breytingu í líkamanum. Maharishi gerði mönnum ljóst að með djúpum friði hugar og líkama myndu hugsanir, orð og athafnir sjálfkrafa geisla samstillingaráhrifum út í umhverfið.
Aukin samstilling í samvitundinni
Víðtækar vísindarannsóknir, sem birtar hafa verið í leiðandi vísindatímaritum, sýna að hin öflugu, streituminnkandi áhrif Innhverfrar íhugunar hafa róandi áhrif á samfélagið. Rannsóknirnar sýna að þegar Innhverf íhugun og framhaldsaðferðir Innhverfrar íhugunar eru iðkaðar í hópi dregur úr streitu í samfélaginu í kring; glæpum, ofbeldi og deilum auk þess sem samstilling, jákvæðni og friður eykst almennt. Áhrif þessarar einstöku aðferðar í að koma í veg fyrir samfélagslegt ofbeldi, hryðjuverk og stríð, hefur verið staðfest í meira en 50 tilvikum og með 23 rannsóknum. Farið hefur verið ítarlega í saumana á þessum rannsóknum af óháðum fræðimönnum og þær birtar í bestu fræðitímaritum sem völ er á.
Rannsóknin á fyllstu athygli skilið
Halda má fram með réttu að möguleg áhrif þessara rannsókna slái öllum öðrum rannsóknum við á sviði sálfræði eða félagsfræði. Rannsóknin hefur staðist fleiri tölfræðiprófanir en flestar rannsóknir á sviði átakafræða. Ég held að þessi rannsókn og kenningin á bak við hana eigi fyllstu athygli skilið, bæði frá hendi fræðimanna og stjórnmálamanna.
– David Edwards, PhD, prófessor í stjórnmálafræði við Texasháskóla