Opinber vefsíða Íslenska íhugunarfélagsins
Maharishi Mahesh Yogi
Hvað er Innhverf íhugun?
Innhverf íhugun er tærasta, einfaldasta og áhrifaríkasta íhugunaraðferð sem völ er á. Við iðkun hennar fer athygli hugans sjálfkrafa og áreynslulaust inn á við. Í kjölfarið kyrrist hugurinn, fer út fyrir svið hugsana og kemst í sitt hljóðasta og máttugasta ástand, þ.e.a.s. ástand tærrar vitundar eða innra sjálfs.
Hvernig virkar Innhverf íhugun?
Innhverf íhugun gerir huganum kleift að fara út fyrir svið hugsana á áreynslulausan og eðlilegan hátt og upplifa vökult hvíldarástand. Þessi reynsla af því að fara út fyrir svið hugsana og upplifa djúpa hvíld endurnærir hug og líkama og hefur í för með sér margs konar jákvæð áhrif í daglegu lífi.
Sérstaða tækninnar
Innhverf íhugun hefur algera sérstöðu. Hún er í grundvallaratriðum frábrugðin öðrum íhugunar- og slökunaraðferðum. Nýleg rannsókn á starfsemi heilans, meðan á íhugun eða hugleiðslu stendur, sýnir að flokka má íhugunaraðferðir í þrennt: einbeitingu, gjörhygli (mindfulness) og sjálfvirka reynslu af „transcendental" vitund en það hugtak er notað til að lýsa því sem gerist í Innhverfri íhugun. Rannsóknin birtist í tímaritinu Vitund og skynjun (Consciousness and Cognition).