Opinber vefsíða Íslenska íhugunarfélagsins
Sérstaða tækninnar
Innhverf íhugun hefur algera sérstöðu. Hún er í grundvallaratriðum frábrugðin öðrum íhugunar- og slökunaraðferðum. Nýleg rannsókn á starfsemi heilans, meðan á íhugun eða hugleiðslu stendur, sýnir að flokka má íhugunaraðferðir í þrennt: einbeitingu, gjörhygli (mindfulness) og sjálfvirka reynslu af „transcendental" vitund en það hugtak er notað til að lýsa því sem gerist í Innhverfri íhugun. Rannsóknin birtist í tímaritinu Vitund og skynjun (Consciousness and Cognition).

Tær og einföld
Innhverf íhugun er tærasta, einfaldasta og áhrifaríkasta íhugunaraðferð sem völ er á. Innhverf íhugun, sem hefur verið endurvakin af helgustu fulltrúum hinnar fornu vedahefðar, er hrein tækni fyrir hugann til að „transendera", komast í sitt einfaldasta og máttugasta ástand án allrar stjórnunar hugans eða hugsanaframvindunnar.
Áreynsluleysi
Innhverf íhugun felur í sér eins litla áreynslu og hugsast getur sem ekki er tilviljun. Áreynsluleysið þýðir að tæknin er náttúruleg og það að hún er náttúruleg er lykillinn að mætti hennar. Náttúran sjálf starfar ávallt með hámarks „árangri" og lágmarks „striti". Fjöldi rannsókna í marga áratugi staðfestir ekki aðeins víðtæk jákvæð áhrif Innhverfrar íhugunar heldur sýnir að þessi áhrif koma ekki fram með öðrum íhugunar- eða slökunaraðferðum eins og menn halda oft.