Innvherf íhugun krefst hvorki stjórnunar né aga

Innhverf íhugun er í grundvallaratriðum frábrugðin öðrum hugleiðslu- eða íhugunaraðferðum. Hún felst ekki í að stjórna huganum eða í andlegri ögun; ekki í einbeitingu eða austrænni speki. Hún felst ekki í að reyna að vera í núinu. Ekki er nauðsynlegt að stýra öndun eða vöðvum og ekki einu sinni nauðsynlegt að slaka á. Innhverf íhugun er spurning um að læra tækni sem byggir á aðferð sem er huganum algerlega eðlileg - hæfileika sem er innprentaður í eðli hugans. Hæfileikanum til að fara „handan við" eða „transendera".

Einföld og ánægjuleg iðkun

Innhverf íhugun felur ekki sér neina vitsmunalega áreynslu. Allir geta iðkað tæknina - jafnvel börn. Við iðkunina er setið þægilega með lokuð augu og í kyrrð. Engin þörf er fyrir að vera í neinni sérstakri stellingu. Aðferðin getur ekki verið auðveldari og allt sem nauðsynlegt er að vita er útskýrt á einfaldan hátt á námskeiðinu. 

Ekki í andstöðu við eitt eða neitt

Innhverf íhugun er einföld tækni sem veldur djúpri slökun, losar streitu og veitir líkamlega og andlega orku. Iðkunin er ekki í andstöðu við neina hugmyndafræði, trúarlega eða ekki trúarlega. Tæknin hentar annasömu nútímalífi Vesturlandabúa. Í raun verður þörfin fyrir að hvílast vel þeim mun meiri sem annir okkar verða meiri.

Video: TM enhances brain's executive functioning

Dr Alarik Arenander, Center for Brain, Consciousness and Cognition: „Innhverf íhugun bætir „framkvæmdastjórn" heilans" (8 mín.)

Gary Kaplan, MD

Gary P. Kaplan, aðstoðarprófessor við New York læknaháskólann

„Ef þú býrð yfir tækni sem þú iðkar í 20 mínútur tvisvar á dag, tækni sem gerir þér kleift að vera kraftmikill í því sem þú ert að fást við án þess að safna streitu sem ógnar heilsunni, þá ertu með lykil að betri heilsu."