Opinber vefsíða Íslenska íhugunarfélagsins
Maharishi Mahesh Yogi
Maharishi
Fyrir milligöngu Maharishi Mahesh Yogi gefst fólki um allan heim nú kostur á að nýta þekkinguna á Innhverfri íhugun. Maharishi fékk tæknina frá sínum kennara sem hann var í námi hjá um árabil áður en hann stofnaði sína alþjóðlega hreyfingu árið 1957 til þess að breiða þekkinguna á Innhverfri íhugun út um allan heim. Maharishi kom til Íslands árið 1963.
Árangur á öllum sviðum lífsins
Árangur Maharishi er víðtækur jafnt á sviði þekkingar sem á hagnýtu sviði. Um fimm milljónir manna hafa lært Innhverfa íhugun á sl. 50 árum, og meira en 40 þúsund kennarar hafa verið þjálfaðir. Hundruð grunnskóla, menntaskóla og háskóla sem kenndir eru við Maharishi hafa verið stofnaðir og Innhverf íhugun hefur verið tekin í notkun í fyrirtækjum, háskólum, fangelsum, herjum og öðrum opinberum stofnunum.
Hin sanna merking vedískra fræða
Maharishi hefur jafnframt endurvakið þúsunda ára gamla þekkingu vedískra fræða, fræðlega sem hagnýta hlið þeirra, með sínum heilsteyptu og kerfisbundnu vitundarvísindum. Hagnýtar vitundaraðferðir Maharishi hafa, á hljóðlátan hátt, komið lífinu í rétt horf í samræmi við lögumál náttúrunnar án þess að það hafi útheimt breytingar á ytra borði. Þar með hefur straumi tímans verið snúið í átt til friðar og hamingju fyrir mannkyn á óafturkræfan hátt.