Vitund og sköpunarkraftur - 4 mín.
David Lynch, kvikmyndagerðarmaður

Kafið inn á við

„Innhverf óihugun er einföld, áreynslulaus aðferð til að kafa inn á við, upplifa hafsjó tærrar vitundar, tæran sköpunarmátt, tæra þekkingu. Innhverf íhugun er einstök reynsla en líka kunnugleg - þ.e. þitt eigið Sjálf."

- David Lynch, kvikmyndagerðarmaður og stofnandi David Lynch sjóðsins fyrir vitundarmiðaða menntun og heimsfrið.

Skapandi heilastarfsemi

Heilinn í okkur er ekki fullmótaður við fæðingu. Við eðlilegan þroska, með aldri og reynslu, endurnýjast heilann á hverju augnabliki í þeim tilgangi að styrkja alla okkar hugsun, ákvarðanatökur og hegðun. Þessi viðvarandi sköpun heilans er síkvik framrás.

Reynslan af vökulli hvíld meðan á Innhverfri íhugun stendur skapar kjöraðstæður til þess að fullnýta þá andlegu hæfni, greind og sköpunarmátt sem einstaklingurinn býr yfir á fullkomlega áhreynslulausan hátt og fyrirbyggja að auki skaðleg áhrif streitu á heilann. 

The Journal of Creative Behaviour
1979 13:169–180

Aukinn sköpunarmáttur

Einstaklingar sem lærðu Innhverfa íhugun sýndu aukna sköpunarhæfni samanborið við samanburðarhóp þar sem mældur var myndrænn frumleiki eftir fimm mánuði. Þeir sýndu líka aukna sköpunarhæfni m.t.t. myndræns sveigjanleika og orðaforða.
 

video: Oprah on TM

Dr. Fred Travis, forstöðumaður rannsóknarstofunar fyrir vitund og hugsun: Hinn „transenderandi heili" (6 mín.)