Opinber vefsíða Íslenska íhugunarfélagsins
Innhverf íhugun - einföld, huglæg tækni
Innhverf íhugun er einföld, huglæg tækni sem veitir huga og líkama einstaka hvíld. Allir geta iðkað tæknina. Hún gerir starfsemi hugans kleift að kyrrast á eðlilegan hátt þar til hugurinn verður algerlega kyrr en samt sem áður fullkomlega vakandi. Þetta gerir streitu og þreytu kleift að losna á eðlilegan hátt sem aftur leiðir til aukinnar orku, skýrleika og gleði í lífinu.
Tekur aðeins 20 mínútur
Það tekur aðeins 20 mínútur tvisvar á dag að iðka Innhverfa íhugun í stól með lokuð augun. Hægt er að iðka hana hvar sem er, jafnvel í rútu eða flugvél. Oft finnst fólki að sú auka orka og skýrleiki sem íhugunin veitir spari því tíma.
Betri líðan strax
Langtímaáhrif reglulegrar iðkunar Innhverfrar íhugunar safnast upp en nýir iðkendur taka oft eftir að þeir líta betur út og líður nánast strax betur. Iðkunin er ekki í andstöðu við neinar lífsskoðanir, trúarlegar sem ekki trúarlegar þar sem aðeins er um aðferð eða tækni að ræða. Engu að síður finnst fólki oft að reglubundin íhugun opni því skýrari sýn og nýtt sjónarhorn á andleg marmið.