Opinber vefsíða Íslenska íhugunarfélagsins
Kennslan er í tveimur hlutum: A-hluta (skrefin sjö) og B-hluta (eftirfylgni, sjá næsta flipa)
A-hluti: sjö skref
Skref 1 Kynningarfyrirlestur
Fjallað um kosti Innhverfrar íhugunar og hvernig tæknin er frábrugðin öðrum aðferðum. Spurningum svarað. Allir velkomnir, aðgangur ókeypis og án skuldbindingar um að læra. (1 klst.)
Kynningarfyrirlestrar er haldnir reglulega í miðstöð Íslenska íhugunarfélagsins í Þórunnartúni 2 í Reykjavík (áður Skúlatún). Fyrirlestrar er haldnir úti á landi eftir því sem því verður við komið.
Skref 2 Undirbúningsfyrirlestur
Gangverk íhugunar – hvernig hún virkar, af hverju auðvelt er að læra hana og áreynslulaust að iðka hana, hvernig hún er frábrugðin öðrum aðferðum og uppruni hennar. (45 mínútur – ókeypis)
Skref 3 Einkaviðtal
Einkaviðtal við sérmenntaðan íhugunarkennara. (10-15 mínútur – ókeypis)
Athugið: Hægt er að sameina skref 1, 2 og 3
Eftirfarandi skref (skref 4-7) eru fjóra daga í röð
Skref 4 Einkakennsla
Með sérmenntuðum kennara. (1-2 klukkustundir)
Skref 5 Fyrsti hópfundur
Til að staðfesta rétta iðkun og fá frekari leiðbeiningar (1-2 klst.)
Skref 6 Annar hópfundur
Að skilja gangverk íhugunar (1-2 klst.)
Skref 7 Þriðji hópfundur
Að skilja ólík stig andlegs þroska (1-2 klst.)
B-hluti: Sex mánaða eftirfylgni
Að skrefunum sjö loknum hefur iðkandinn fengið þá vitsmunlegu þekkingu og reynslu sem nauðsynleg er til þess að stunda Innhverfa íhugun rétt á eigin spýtur.
Næst koma svokallaðar kannanir, einkafundir þar sem íhugað er með kennara einu sinni í viku fyrsta mánuðinn og einu sinni í mánuði næstu fimm mánuði.
Einkakannanir tryggja rétta íhugun og að árangur verði sem mestur. Reglulegar einkakannanir eru ákveðnar í samráði við kennara á þeim tíma sem hentar. Einkakannanir eru ekki skylda en eindregið ráðlagðar.
Í eftirfylgninni eru jafnframt fólgnir framhaldsfundir á tveggja vikna fresti þar sem íhugað er í hópi og hlýtt á fyrirlestur um íhugunina.
Lífstíðarstuðningur
Allir sem læra Innhverfa íhugun eiga rétt á lífstíðar fræðslu sem boðið er upp á í kennslumiðstöðvum í Innhverfri íhugun um allan heim.
Þetta felur m.a. í sér áframhaldandi leiðsögn þess kennara sem kenndi þér, framhaldsfyrirlestra, sérstakar uppákomur, hóphugleiðslu og hátíðir.
Hafir þú einhvern tíma þörf fyrir að hressa upp á iðkun þína eða fá frekari leiðbeiningar, er það alltaf mögulegt í kennslumiðstöðvum fyrir Innhverfa íhugun.