Opinber vefsíða Íslenska íhugunarfélagsins
Hvernig virkar Innhverf íhugun?
Frá því að menn vakna að morgni og ganga til svefns að kvöldi er hugurinn sívirkur. Innhverf íhugun gerir meðvitund hugans kleift að upplifa hljóðari svið og fara að lokum handan við fíngerðasta svið hugsana, upplifa tæra vitund, uppsprettu hugsana sem er svið ótakmarkaðrar greindar og sköpunarmáttar. Hugurinn er þá í djúpri kyrrð en á sama tíma glaðvakandi. Með þessari djúpu kyrrð og hvíld endurnærist hugur og líkami.
Dillbeck MC,Orme-Johnson DW. Physiological differences between TM and rest.American Psychologist 1987 Sept;42:879-881
Reynsla af djúpri slökun
Rannsóknir sýna að Innhverf íhugun framkallar verulegar breytingar á viðnámi í húð samanborið við hvíldina sem skapast við að loka augunum. Þetta gefur til kynna djúpa slökun. Merki um djúpa slökun og hvíld má einnig merkja af minni öndnunartíðni og minna magni mjólkursýru í blóði.
Að bæta heilsuna og hæfileikann til heilunar
Vísindamenn hafa dregið þá ályktun að Innhverf íhugun lífgi innri greind líkamans og styðji þannig innbyggðan hæfileika hans til að heila sjálfan sig. Innhverf íhugun getur stuðlað að afgerandi framförum á öllum sviðum lífsins: á sviði hugans, líkamans, hegðunar og samfélagsins.