Innverf íhugun dregur úr streitu á eðlilegan hátt

Allir eru meðvitaðir um neikvæð áhrif streitu. Hún dregur úr starfsgetu, skaðar samskipti og slítur huga og líkama. Í stuttu máli skyggir hún á gleðina í lífinu. Jafnframt vill hún hlaðast upp í líkamanum yfir æfina. Jafnvel góður nætursvefn eða langt sumarfrí nægir ekki til að uppræta hana. Streita er orðin hluti af lífi nútímamannsins en hún þarf ekki að vera það.

 

Hormones and Behavior 1978 10(1):54-60

Að skapa meira jafnvægi

Það getur verið ýmislegt sem hægt er að gera til þess að endurskipuleggja líf sitt á ytra borði til þess að draga úr streitu. En hvort sem þetta er hægt eða ekki dregur Innhverf íhugun raunverulega úr áhrifum streitu á líkamlegan hátt. Það leiðir til meira jafnvægis, orku og áhuga og þess að maður nýtur hlutanna betur. 

 

Rólegra viðbragð við streitu

Öll erum við ólík og því geta jafnvægisáhrif Innhverfrar íhugunar birst á ólíkan hátt hjá ólíkum einstaklingum, t.d. sem sjaldgæfari hausverkur, betri svefn, aukin orka og bætt samskipti. Einu finna þó flestir fyrir eftir að hafa lært Innverfa íhugun, þ.e. auknum hæfileika til að höndla betur streitumiklar aðstæður. 

Dr William Weir, Consultant

- Dr. William Weir  smitsjúkdómaráðgjafi

„Sálræn streita hefur margs konar neikvæð áhrif á líkamann, þ.á.m. slæm áhrif á ónæmiskerfið. Iðkun Innhverfrar íhugun losar um streitu og er þess vegna eindregið ráðlögð vegna uppbyggilegra áhrifa sinna."