Spurningar og svör um Innhverfa íhugun

Sp: Hvað mun íhugunin taka langan tíma á hverjum degi?

Sv: Tuttugu mínutur tvisvar á dag. Oftast er hægt að koma íhuguninni við án mikilla breytinga á daglegu lífi. Ennfremur finnst fólki oft að sú auka orka og skýrleiki sem fæst með iðkuninni spari því tíma.

Sp: Geta allir lært? Ég á erfitt með að kyrra hugann.

Sv: Allir geta iðkað Innhverfa íhugun. Tæknin gerir huganum kleift að kyrrast á eðlilegan og náttúrulegan hátt þangað til kyrrðin ein situr eftir samtímis því að hugurinn er algerlega vakandi. Svo einfalt  er það.

Sp: Er langt þangað til maður fer að sjá árangur?

Sv: Nei, langtímaáfhrif reglulegrar íhugunar safnast upp en nýir íhugendur taka oft eftir að þeir líta betur út og líður nánast strax betur. 

Sp: Hvaðan kemur Innhverf íhugun?

Sv: Þekkingunni á Innhverfri íhugun hefur verið viðhaldið innan vedahefðarinnar á Indlandi sem er elsta þekkingararfleifð mannins. Þessari þekkingu hefur verið komið áfram af vedískum meisturum frá einni kynslóð til annarrar í þúsundir ára. Fyrir um 50 árum kynnti Maharishi, fulltrúi hinnar vedísku hefðar á okkar tímum, Innhverfa íhugun fyrir heiminum og endurvakti þar með þekkinguna og reynsluna á æðri vitundarstigum á viðkvæmum tímum í sögu mannkyns. Þegar Innhverf íhugun er kennd í dag er það gert með sama hætti og alltaf til þess að hámarksárangri sé náð.

Sp: Kem ég til með að verða svo rólegur að mér verði sama um hlutina og tapi snerpunni?

A: Nei. Fólk sem gegnir ábyrgðarstöðum og byrjar iðkun Innhverfrar íhugunar finnst að losun streitu veiti því skýrleika, víðara sjónarhorn og kraft. Að ógleymdri betri heilsu og betri samskiptum við vini og fjölskyldu.

Sp: Þarf ég að læra mikið heima?

Sv: Alls ekki. Iðkun Innhverfrar íhugunar krefst ekki neins vitmunastarfs. All sem þú þarft að vita er útskýrt á einfaldan hátt meðan á námskeiðinu stendur.

Sp: Getur verið að íhugunin komi til með að stangast á við lífsskoðanir mínar?

Sv: Nei. Innhverf íhugun er einföld tækni sem stuðlar að andlegri ró, losun streitu auk þess að veita andlega og líkamlega orku.Iðkunin er ekki í andstöðu við neinanar skoðanir, af trúarlegum rótum eða aðrar. Samt sem áður finnst fólki oft að reglubundin íhugun veiti því skýrleika og nýja sýn á æðstu markmið.

Sp: Ég er með sögu um vanheilsu. Get ég verið öruggur varðandi íhugunina?

Sv: Já, íhugunin er algerlega örugg. Við ráðleggjum þér auðvitað að taka þau lyf sem ráðlögð hafa verið af lækni.

Svo vill til að æ fleiri í heilbrigðisstétt iðka Innhverfa íhugun og ráðleggja hana sjúklingum sínum. 
Heilsuáhrifin eru víðtæk og hafa verið rækilega rannsökuð eins og ljóst er af þeim hundruðum rannsókna sem birtar hafa verið.

Sp: En hentar þetta þegar allt kemur til alls hinum vestræna lífsstíl?

A: Algerlega! Því önnum kafnari sem við verðum því mikilvægara er að við gefum okkur tíma til góðrar hvíldar - til að hlaða rafhlöðurnar.

New York Times
metsölubók Dr. Norman Rosenthals
 

Transcendence: Healing and Transformation through Transcendental Meditation

Transcendence: Healing and Transformation through Transcendental Meditation

„Besta bókin um Innhverfa íhugun" - David Lynch

Hægt að panta á netinu.