Spenna og kvíði 

Sérfræðingar okkar í læknisfræði svara spurningum um kvíða og hvernig Innhverf íhugun vinnur gegn honum. 

Ég er undir stanslausu álagi heima fyrir og í vinnunni og vinir mínir segja að ég sé stressaður. Gæti Innhverf íhugun komð mér að gagni?

svar

Dr. Brooks:Tuttugu af hundraði fólks glímir við streitutengd einkenni. Streita myndast þegar fólk á í erfiðleikum með að mæta þeim kvöðum sem á það er lagt. Þegar fólk getur ekki mætt kvöðunum bregst það við með því að slæva einkennin, s.s. með að áti, sjónvarpsglápi, alkóhóli, reykingum, lyfjum og kaffi. Þessar aðferðir eru hins vegar skammvinnar og duga ekki til að draga úr streitu í lífnu þar sem þær hjálpa fólki ekki að starfa betur á nokkurn hátt og draga í raun með tímanum úr hæfileikann til að aðlagast ytri aðstæðum. Þannig lendir fólk í vítahring streitu því að með minnkandi aðlögunarhæfi eru líkur á að gripið sé til slævandi áhrifa sem aftur dregur úr hæfileikanum til að höndla álagið. Slíkt eykur líkur á að gripið sé til sljóvgunar.

Innhverf íhugun sker á þennan vítahring streitu. Við iðkun Innhverfrar íhugunar situr iðkandinn þægilega í stól í tuttugu mínútur tvisvar á dag, lokar augunum, byrjar iðkunina og upplifir aukna kyrrð, ró og slökun hugans. Um leið og hugurinn kyrrist nálgast hann uppsprettu hugsunarferlilsins, tæra vitund. Í þessu ástandi vökullar hvíldar er líkaminn í djúpri hvíld og hugurinn fullkomlega vakandi. Hin djúpa líkamlega hvíld leysir upp streitu. Um leið og hugurinn verður rórri byrjar fólk að finna fyrir minni streitu og álagi heima fyrir og í vinnu. Related Scientific Research

Ég er svo spennt(ur), hvað ef ég get ekki setið kyrr til að íhuga?
svar

Dr. Brooks: Reynslan of vökulli hvíld er ánægjuleg og þægileg og það er í raun ástæðan fyrir því að þú getur setið hljóðlega í tuttugu mínútur tvisvar á dag. Með reglubundinni iðkun losar íhugunin um uppsafnaða streitu og með tímanum upplifir þú minni streitu og kvíða. Eðlileg afleiðing af minni streitu er sú að hugurinn kyrrist þegar þú íhugar og þú finnur ekki þörfina fyrir að standa upp og hreyfa þig. Bein reynsla af kyrrð og friði sér um að eyða þessari óþreyjutilfinningu. 

Með áframhaldandi iðkun fer kvíði og spenna minnkandi, menn fara að taka betri ákvarðanir varðandi daglegt starf vegna þess að hann eða hún er betur í stakk búinn til að takast á við streitu. Með tímanum verður fólk því streituminna. Hið góða við Innhverfa íhugun er að jafnvel þó að fólk sé mjög stressað getur það auðveldlega íhugað. Ólíkt öðrum íhugunaraðferðum sem oft fela í sér streitu. Innhverf íhugun er einföld náttúruleg tækni sem ekki felur í sér neina áreynslu. Related Scientific Research

Sp: Verð ég ekki bara spenntari við að reyna að sitja kyrr til að íhuga?
svar

Dr. Krag:Rannsóknir hafa sýnt að sumar slökunaraðferðir valda því að einstaklingar sem haldnir eru steitueinkennum verða stressaðari. Á hinn bóginn er reynsla þúsunda fólks sem haldið er spennu og kvíða að það getur lært Innhverfa íhugun og dregið úr streitunni. Með góðri leiðsögn kennara í Innhverfri íhugun eru það fært um að upplifa ró sem er þeim framandi. Ef þú getur hugsað hugsun getur þú lært Innhverfa íhugun.Related Scientific Research

Sp: Ég er svo upptekinn að þó að ég myndi læra Innhverfa íhugun myndi ég aldrei stunda hana?
svar

Dr. Brooks: Öll gefum við okkur tíma til að hlaða rafhlöðurnar. Við gefum okkur tíma til að sofa, borða og fara í bað á hverjum degi. Innhverf íhugun er aðferð sem kemur í veg fyrir að streita nái að hlaðast upp frá degi til dags og trufla hæfileikann til að njóta lífsins. Innhverf íhugun veitir huga og líkama mjög djúpa hvíld og gerir iðkandann ónæmari fyrir stressi. Þannig vex fólki ásmegin og fer að horfa með tilhlökkun til nýrrar reynslu af því að það höndlar hana áreynslulaust á grundvelli nægrar hvíldar, aukinnar orku og samhæfingar huga og líkama. Þeim stutta tíma sem varið er í íhugunina á hverjum degi er því vel varið.Related Scientific Research

Vísindarannsóknir

Rannsóknir á spennu og kvíða

Þunglyndi, spenna og svefnleysi

 

Hvað segja læknar

James Krag, læknir er meðlimur í samtökum geðlækna í Bandaríkjunum, forseti Geðlæknafélags Virginíuríkis og fyrrverandi forseti félags geðlækna Virginíuríkis í fjögur ár. Hann er sem stendur forstöðumaður Liberty Point, meðferðarstofnunar fyrir ungt fólk með geðræn vandamál.

Jim Brooks, læknir er sérfræðingur í geðlækningum. Hann lauk námi frá  Wayne State University School of Medicine í Detroit og verklegri þjálfun við University of Colorado Medical Center.

Hann starfar við nokkur geðheilbrigðisstöðvar í suðaustur Iowa og rekur eigin sálgreiningarstofu í Fairfield, Iowa. Að auki hefur dr. Brooks sérstakan áhuga á náttúrulækningum sem miða að forvörnum og hefur starfað sem Maharishi-Ayurveda læknir sl. 30 ár auk þess að stunda hefðbundið fimm þátta acupunctur (Five Element Acupunkture). Dr. Brooks er höfundur bókarinnar Ayurvedic Secrets to Longevity and Total Health sem gefin var út af Pretice Hall árið 1996 og hann hefur birt rannsókn á áhrifum Innhverfrar íhugunar við meðhöndlun áfallastreituröskunar (Journal of Counseling and Development, 1985).