Opinber vefsíða Íslenska íhugunarfélagsins
Tóbaksreykingar
Læknarnir Krag and Schneider svara spurningum um reykingar.
Sp: Einn megin áhættuþáttur hjartasjúkdóma er reykingar. Hvernig getur Innhverf íhugun komið að gagni þar?
svar
svar
Dr. Schneider:Reykingar eru vissulega megin áhættuþáttur hjartasjúkdóma, krabbameins og annars sem orsakar dauðsföll, sjúkóma og fötlun. Í rauinni eru reykingar taldar megin orsök dauða af landlæknisembætti Bandaríkjanna.
Erfitt er fyrir lækna að fá sjúklinga sína til að hætta reykingum. Á hinn bóginn hefur verið sýnt fram á að Innhverf íhugun er áhrifarík leið til að hjálpa fólki að hætta.
Í yfirlitsrannsókn á öllum tiltækum rannsóknum á uppgjöf tóbaksreykinga sem birtar hafa verið í Alcohol Treatment Quarterly og Journal of Health Promotion, kom í ljós að Innhverf íhugun er tvöfalt áhrifaríkari en aðrar aðferðir, þar á meðal lyfjameðferð, einstaklingsráðgjöf og sjálfshjálparaðferðir. Niðurstöðurnar eru mikilvægar fyrir þau 25-30% fólks sem reykja.
Sp: Verður ekki samt sem áður erfitt að hætta að reykja þó að ég læri Innhverfa íhugun?
svar
svar
Dr. Krag: Ég á ekki von á að kennarar þínir í Innhverfri íhugun gefi þér neinar ráðleggingar varðandi það að hætta. Þeir kenna Innhverfa íhugun. Samt sem áður býst ég við að þú missir einfaldlega áhugann á reykingum ef þú iðkar Innhverfa íhugun reglulega. Íhugaðu reglulega og sjáðu hvað gerist. Ég spái því að þetta komi þér þægilega á óvart.
Sp: Mér finnst gott að fá mér tvo kaffibolla á morgnana. Verð ég að hætta því ef ég ætla að læra Innhverfa íhugun?
svar
svar
Dr. Krag: Nei, en ráðlegg þér að bíða með að fá þér kaffi þangað til eftir íhugunina. Með tímanum getur verið að þú „þurfir" eða viljir draga úr kaffidrykkjunni, ekki aðeins á morgnana heldur einnig yfir daginn.
Sérfræðingar okkar í læknisfræði
James Krag, læknir er félagi í Geðlæknafélagi Bandaríkjanna, forseti geðlæknafélags Virginíu og fyrrverandi forseti Samtaka geðlækna í Virginíu í fjögur ár. Hann starfar sem forstöðumaður Liberty Point, meðferðarseturs fyrir einstaklinga með geðræn vandamál.
Robert Schneider, læknir, F.A.C.C., F.A.B.M.R. hefur hlotið ríflega 20 milljón dollara styrk frá heilbriðgismálastofnun Bandaríkjanna til að rannsaka náttúrlegar aðferðir gegn hjartasjúkdómum. Dr. Scneider er höfundur bókarinnar Toal Heart Health auk 100 læknisfræðilegra ritgerða. Hann hefur komið fram meira en 1.000 sinnum í fjölmiðlum, þ.á.m. í aðalfréttum CNN, New York Times og Time.