Opinber vefsíða Íslenska íhugunarfélagsins
Streita
Læknarnir Grosswald og Rector svara spurningum um streitu.
svar
Dr. Grosswald: Í raun og veru er enginn streitumælir til eða staðlaðar aðferðir til að mæla stress. Aðstæður sem sumum finnast stressandi þurfa ekki að vera það fyrir einhvern annan. Næmni fólks gagnvart streitu veltur mikið á líkamanum. Með reglubundinni iðkun Innhverfrar íhugunar eykst þolið og menn verðir ónæmari fyrir henni.
Sp: Hafa verið gerðar einhverjar rannsóknir sem staðfesta þetta?
svar
svar
Dr. Grosswald: Rannóknir sýna að Innhverf íhugun er áhrifarík aðferð til að draga úr streitu, kvíða og þunglyndi og jafnvel úr einkennum áfallastreituröskunar. Þú getur hugsað þér streitu sem samfellu frá tiltölulega lítilli streitu yfir í áfallastreituröskun á hinum enda skalans. Sýnt hefur verið fram á að Innhverf íhugun er áhrifarík á öllum skalanum.
Sp: Hvað með streitu af völdum svefnleysis? Svefninn hjá mér er nánast aldrei fullnægjandi. Kemur Innhverf íhugun að gagni í því tilfelli?
svar
svar
Dr. Grosswald: Athyglisvert að þú skulir spyrja að því vegna þess að rannsóknir sýna að Bandaríkjamenn þjást allra þjóða mest af svefnleysi. Streitan sem skapast við það að sofa ekki vel hleðst upp.
Og jafnvel þó að þú sofir af og til vel nægir sá svefn ekki til að losa um uppsafnaða streitu sem myndast vegna stöðugs álags í daglegu lífi; hann gerir ekki annað en að losa um þreytuna sem safnast upp þann daginn. Þannig heldur þreyta og streita áfram að hlaðast upp. Jafnvel þegar þú ferð í frí endist hvíldin ekki mjög lengi eftir að þú byrjar daglegt líf á ný. Þess vegna þurfa allir á aðferð að halda til að losa um uppsafnaða þreytu og streitu daglegs lífs, sem ágerist við svefnleysi.
Regluleg iðkun Innhverfrar íhugunar gerir okkur kleift að losna við uppsafnaða streitu. Rannsóknir gefa til kynna að regluleg iðkun Innhverfrar íhugunar bætir heilsu, þar með talda andlega vellíðan. Vísindamenn áætla að 70-90% allra sjúkdóma sé streitutengdur þannig að ef þú býrð yfir tækni til að draga úr streitu bætir það heilsuna almennt og allar hliðar lífsins.
svar
Dr. Grosswald: Stundum geta tímamörk aukið hvötina til að koma hlutum í verk en það er algengur misskilningur að fólk vinni betur þegar það er stressað. Í raun og veru er það þannig að þeir sem vinna vel undir álagi eru þeir sem ekki upplifa stress við slíkar aðstæður. Með öðrum orðum virkar álagið þá einungis sem örvun. Ef það virkaði sem stress mundi það hafa truflandi áhrif á vinnuna sjálfa.
Þegar öllu er á botninn hvolft; hvenær er líklegast að maður geri mistök ? Þegar maður er þreyttur, þegar maður er stressaður og þegar maður framkvæmir hlutina í óðagoti. Sköpunarkraftur á sér rætur í skýrleika og ró.
Það er ekkert ahugavert við að upplifa streitu stöku sinnum en langvarandi streita er hamlandi og þegar maður er verulega stressaður er ólíklegt að sköpunarkraftur og færni séu í hámarki. Ástæðan er sú að náttúran hefur útbúið okkur með kerfi til að lifa af sem aftengir starfsemi framheilans – þar sem rökhugsun fer fram – undir milklu streituálagi. Það að aftengja framheilann þýðir að öll orka fer í vöðvana. Þetta eru svokölluð „fight-or-flight" viðbrögð. Þau koma sér vel ef maður þarf að flýja undan ísbirni en í daglegu lífi vinnur þetta gegn manni. Viðbrögðin koma við álagsaðstæður sem ekki er ákjósanlegt að upplifa í daglegu lífi.
Það er ákjósanlegra að framheilinn og heilinn í heild sé stöðugt virkur. Þá getur maður skipulagt og verið eins afkastamikill og skapandi og mögulegt er. Innhverf íhugun eykur samskipti á milli framheila og annarra hluta hans. Innhverf íhugun útvíkkar starfsemi heilans. Streita gerir það gagnstæða.
Sp: Ég fer að minnsta kosti einu sinni á ári í frí. Streitan hverfur þá tímabundið en kemur aftur og þegar ég byrja að vinna finn ég að spennan byrjar að hlaðast upp?
svar
svar
Dr. Grosswald: Fríið hjálpar til við að losa um streituna en það losar hins vegar ekki um uppsafnaða streitu og er aðeins tímabundinn léttir. Við höfum þörf fyrir eitthvað sem gerir okkur ónæmari fyrir stressi í daglegu lífi þannig að það streitan hindri ekki gleðina í lífinu. Rannsóknir sýna að Innhverf íhugun gerir ekki aðeins huga og líkama kleift að losa um uppsafnaða streitu heldur stuðlar að því með tímanum að viðnámið gagnvart utanaðkomandi streitu verður meira.
Sp: Haldið er fram að streita eigi þátt í 90% allra sjúkdóma. Hvers konar breytingar eiga sér stað í líkamanum vegna streitu?
svar
svar
Dr. Rector:Til dæmis er vitað að hórmón stýra ónæmiskerfinu. Ónæmiskerfið er ekki aðeins vörn gegn smitsjúkdómum heldur einnig gegn krabbameini. Skert starfsemi ónæmiskerfisins getur einnig átt þátt í hjartasjúkdómum vegna langvarandi bólguvikrni sem getur átt þátt í kransæðastíflu. Líta má á þetta sem nokkurs konar tæringu í kransæðinni vegna of mikils hita.
Þegar ónæmiskerfið þarf stöðugt að vera í varnarstöðu og streita er viðvarandi, fer það smám saman úr lagi og starfsemin brenglast og eins og rofnar úr tengslum við þau kerfi sem henni er ætlað að vernda. Eins og góð lögga sem missir fótanna missir ónæmiskerfið hæfileikann til að vera á verði og vernda líkamann frá raunverulegum ógnum og smám saman getur það farið að vinna gegn eigin líkama, fyrst í litlum mæli en að lokum þannig að sjálfsofnæmi myndast.
Sp: Kemst hormónastarfsemin í betra horf þegar dregur úr streitu með Innhverfri íhugun?
svar
svar
Dr. Rector: Já, þegar dregur úr líkamlegri streitu með Innhverfri íhugun breytist hormónastarfsemin einnig í áttina að minni streitu. Innhverf íhugun er öflugt ráð við streitu og leiðir til þess að samstilling kemst á að nýju, til samhæfingar og jafnvægis. Þessi heilunarkerfi eru að verki á öllum stigum hinnar flóknu starfsemi mannslíkamans. Án þess að nauðsynlegt sé að gefa því sérstakan gaum kemst öll líkamsstarfsemin í betra horf og meira jafnvægi.
Þetta gerist við hljóðustu uppsprettu mannslíkamans. Þess vegna getur Innhverf íhugun leitt til heilunar og endurnýjaðrar samhæfingar allrar líkmsstarfseminnar sem ekki er möguleg með öðrum hætti eða búast má við með nokkurri annarri streitustjórnunaraðferð. Þetta eru stór orð en réttlætanleg í ljósi yfirgnæfandi sannana í formi vísindarannsókna víðsvegar um heim sl. 40 ár.
Ráðgjafar okkar í læknisfræði
Sarina Grosswald, Ed.D. er sérfræðingur í hugrænu námi. Nýlega stýrði hún fyrstu rannsókn sem gerð hefur verið á áhrifum Innhverfrar íhugunar á börn með tungumálaerfiðleika. Dr. Groswald hefur oft komið fram í fréttamiðlum, þar á meðal PBS og ABC fréttum.
Steven Rector, læknir hefur stundað bráðalækningar sl. 18 ár. Hann situr í þjóðarráði um bráðalækningar.