Innri friður: sállíkamleg reynsla

Ekki er nóg að samsama sig innri friði á yfirborðinu. Það verður að upplifa hann líkamlega. Sú djúpa hvíld sem Innhverf íhugun veitir slakar á líkamanum og gerir honum kleift að losa um steitu og uppsafnaða þreytu. Þegar taugakerfið er slakara bregst fólk af meira rólyndi við vandamálum sem upp koma.

Auðvlet að öðlast innri frið

Innri friður eykst á áreynsluslausan hátt með því að bæta Innhverfri íhugun inn í daglegt líf. Það er eðlileg tilhneiging hugans að fara þangað sem meiri hamingju er að finna. Við iðkun Innhverfrar íhugunar gerist það eðlilega og sjálfkrafa. 

Elizabeth Young, heimilislæknir í London:

„Þegar ég hef lokið við að íhuga finnst mér ég vera endurnærð og tilbúin að takast á við vandamálin ...ég hef horft upp á þúsundir fólks njóta góðs af iðkun Innhverfrar íhugun og ég ráðlegg öllum hiklaust að læra hana."

Meena, 11 ára

„Ég mundi segja að Innhverf íhugun geri mig mjög  glaða. Ég er mjög glöð innra með mér þegar ég íhuga og glöð þegar ég er búin."