Opinber vefsíða Íslenska íhugunarfélagsins

Til hvers að læra Innhverfa íhugun?
Innhverf íhugun opnar dyrnar að fullum andlegum þroska. Víðtækar rannsóknir hafa sýnt að hún dregur úr streitu og kvíða sem kemur fram í auknum innri friði, sköpunarmætti, betri heilsu, árangri og hamingju.
Kennslan
Innhverf íhugun (Transcendental Meditation eða TM) er aðeins kennd frá manni til manns af sérmenntuðum kennurum. Iðkað er tvisvar á dag í stól með lokuð augu.
Næsta námskeið hefst ...
í miðstöð Íslenska íhugunarfélagsins í
Þórunnartúni 2 (áður Skúlatún) í Reykjavík
föstudaginn 24. nóvember 2023 kl.19:30
Kynntu þér Innhverfa íhugun
Þessi einfalda og áreynslulausa tækni er í grundvallaratriðum frábrugðin öðrum íhugunar- og sjálfsþroskaaðferðum.
Ókeypis námskeið í Maharishi AyurVed á netinu
Maharishi alþjóðaháskólinn í Fairfield í Iowa (www.miu.edu) býður um þessar mundir upp á frábært námskeið á netinu sem heitir „Kynning á Maharishi AjurVeda". Námskeiðið er öllum opið og ókeypis í þeim tilgangi styðja heilsu fólks um allan heim. Það er kennt af dr. Karin Pirc og dr. Keith Wallace. Fyrir neðan er hlekkur á námskeiðið.
AyurVeda er elsta heilsufræði veraldar, með ólíkindum áhrifarík og hagnýt. Maharishi vann að endurvakningu þessara fræða í samvinnu við helstu sérfræðinga Indlands á níunda áratug síðustu aldar undir heitiinu Maharishi AyurVeda.
Innhverf íhugun er ekki trú eða heimspeki og krefst engra breytinga á lífsstíl. Auðvelt er að læra tæknina og hún er iðkuð af fólki á öllum aldri, af öllum þjóðernum, trúarbrögðum og stéttum.meira