Maharishi Mahesh Yogi færði heiminum Innhverfa íhugun fyrir um 67 árum. Til dagsins í dag hafa um 10 milljónir manna lært tæknina.

Til hvers að læra Innhverfa íhugun?

Innhverf íhugun opnar dyrnar að fullum andlegum þroska. Víðtækar rannsóknir hafa sýnt að hún dregur úr streitu og kvíða sem kemur fram í auknum innri friði, sköpunarmætti, betri heilsu, árangri og hamingju.

Kennslan

Innhverf íhugun (Transcendental Meditation eða TM) er aðeins kennd frá manni til manns af sérmenntuðum kennurum. Iðkað er tvisvar á dag í stól með lokuð augu.

Næsta námskeið

verður í Bolholti 4 í Reykjavík (efstu hæð)
þann 7. mars næstkomandi
kl. 19:30.

Fullt verð fyrir námskeið er kr. 80.000. Afsláttargjald, kr. 50.000 er fyrir námsmenn, aldraða og þá sem hafa skertar tekjur af einhverjum ástæðum.

Þeir sem hafa áhuga á að læra Innhverfa íhugun geta skráð sig á þessari vefsíðu eða haft samband við kennara félagsins.

SKRÁNING HÉR

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Innhverf íhugun er ekki trú eða heimspeki og krefst engra breytinga á lífsstíl. Auðvelt er að læra tæknina og hún er iðkuð af fólki á öllum aldri, af öllum þjóðernum, trúarbrögðum og stéttum.meira

Kynntu þér Innhverfa íhugun

Þessi einfalda og áreynslulausa tækni er í grundvallaratriðum frábrugðin öðrum íhugunar- og sjálfsþroskaaðferðum.