Helgarnámskeið fyrir Íslendinga verður haldið í Maharishi friðarhöllinni í Rendelsham í Suffolk á Englandi sem opnuð var þann 16. október síðastliðinn. Byggingin er hönnuð til námskeiðahalds með fyrirlestrasölum, mötuneyti og gistiaðstöðu. Námskeiðið er fyrir alla iðkendur Innhverfrar íhugunar og er kjörið tækifæri til að endurnærast, losa um djúpstæða streitu og öðlast dýpri skilning á íhuguninni undir leiðsögn íslensks íhugunarkennara.  

Á helgarnámskeiðum er íhuguað oftar en tvisvar á dag í 20 mínútur til þess að dýpka reynsluna og losa um dýpri streitu en ella. Fyrirlestrar verða um reynsluna í íhuguninni og fræði Maharishi sem oft er vendipunktur í skilningi manna á áhrifamætti íhugunarinnar. Kenndar eru yoga teygjuæfingar til þess að stuðla enn frekar að losun streitu í líkamanum og því er gott að hafa léttan klæðnað meðferðis til þess að gera æfingarnar. Á helgarnámskeiðinu verður jafnframt hollt og gott grænmetisfæði.

Tími: Námskeið hefst kl. 19 föstudagskvöldið 19. maí með kvöldverði en dagskráin sjálf hefst kl. 20 með fyrirlestri. Námskeiðið stendur yfir allan laugardaginn, sunnudaginn og lýkur á mánudagskvöldi. Gist er á staðnum (eða mælt með því) aðfararnótt þriðjudags, sem er heimferðardagur.

Framhaldstækni: Meðan á helgarnámskeiðinu stendur gefst þeim sem vilja tækifæri til að læra svokallaða framhaldstækni Innhverfrar íhugunar (ensk. TM Advanced Technique). Framhaldsæknin er til þess að dýpka og „víkka" reynsluna í íhuguninni. Hægt er að fá slíka framhaldstækni nokkrum sinnum. Verð fyrir framhaldstækni er 600 BP (um kr. 84.000) og afsláttargjald (fyrir námsmenn, fólk með skertar tekjur o.s.frv.) er 430 BP (um kr. 60.500). 

Upprifjun á TM-Sidhi tækninni. Hægt er að fá upprifjun fyrir þá sem lært hafa svokalla TM-Sidhi tækni á sunnudagseftirmiðdeginum.   

Flug: Ekki er unnt að skipuleggja flug áður en ljóst er hve þátttakendur verða margir. EasyJet flýgur til Luton kl. 9 að morgni föstudags frá Keflavík, 19. maí en Luton-flugvöllur er í tæplega 2 klst. akstursfjarlægð frá Rendelsham. Flug til baka með Easyjet frá Luton að morgni 23. maí er hins vegar of snemma dags en hægt að fara með Icelandair kl. 13:10 eða 21:10 sama dag. Íslenska íhugunarfélagið mun ekki taka ábyrgð á flugi en kostnaður miðað við verð í dag þyrfti ekki að fara mikið yfir kr. 20.000. 

Verð: 

 

Einstaklingsherbergi í Maharishi Peace Palace

Tvegga manna herbergi í Maharishi Peace Palace

Heimagisting í þorpinu. Herb. með sér baðherbergi.

Heimgisting í þorpinu. Sameiginlegt baðherbergi.

Gjaldmiðlill

4 daga námskeið,
fæði og húsnæði

520

480

380

340

Ensk pund

 

71.371

57.000

45.000

40.500

Ísl. krónur (26. mars)

 

Viðbótarkostnaður ef gist er í Rendelsham aðfararnótt þriðjudags 23. maí (kvöldmatur (mánudag), gisting og morgunmatur) er 75 pund (10.000 ísl. kr.)

Rendelsham er lítill bær í Suffolk-héraði í um tveggja klukkustunda akstursfjarlægð frá London. Þar hafa nokkrir tugir iðkenda Innhverfrar íhugunar byggt þorp sem samanstendur af húsum og íbúðum sem hannaðar eru í samkvæmt Maharishi Sthapadya Ved, fornum fræðum um hönnun og byggingu húsa. Í miðju þorpinu er hin nýbyggða friðarhöll sem einnig er byggð samkvæmt þessum hönnunarlögmálum. Friðarhöllin í Rendelsham er liður í áætlun Maharishi um að byggja slíkar kennslumiðstöðvar í eða nálægt öllum stærstu borgum heims. 

Til þess að kanna áhuga fyrir þessu námskeiði biðjum við ykkur um að skrá ykkur hér með því fylla út eyðublaðið fyrir 10. apríl næstkomandi. Skráningin er algerlega skuldbindingalaus en auðveldar skipulagningu.