Maharishi Mahesh Yogi færði heiminum Innhverfa íhugun fyrir 50 árum. Nú hafa um 5 milljónir manna lært tæknina.

Til hvers að læra Innhverfa íhugun?

Innhverf íhugun opnar dyrnar að fullum andlegum þroska. Víðtækar rannsóknir hafa sýnt að hún dregur úr streitu og kvíða sem kemur fram í auknum innri friði, sköpunarmætti, betri heilsu, árangri og hamingju.

Kennslan

Innhverf íhugun (Transcendental Meditation eða TM) er aðeins kennd frá manni til manns af sérmenntuðum kennurum. Iðkað er tvisvar á dag í stól með lokuð augu.

Næsta námskeið hefst ...

í miðstöð Íslenska íhugunarfélagsins í
Þórunnartúni 2 (áður Skúlatún) í Reykjavík

föstudaginn 3. mars 2017

Upplýsingar í síma: 557 8008

Transcendental Meditation in Action

„Innhverf íhugun í raun - hvað segir fólk" (11 mín.)

Kynntu þér Innhverfa íhugun

Þessi einfalda og áreynslulausa tækni er í grundvallaratriðum frábrugðin öðrum íhugunar- og sjálfsþroskaaðferðum. 

Fyrirlestur fimmtudaginn 16. febrúar

Norðmaðurinn dr. Harald Harung flytur fyrirlestur á vegum Íslenska íhugunarfélagsins sem nefnist „Veda og Edda: samsvörun í lýsingu tveggja fornra þekkingarhefða á æðri vitund."

Dr. Harald Harung hefur sérhæft sig í rannsóknum á afburðafólki og hefur meðal annars skrifað bók um þetta efni sem nefnist „Exellence through Mind-brain Development" ásamt bandaríska taugalífeðlisfræðingnum dr. Fred Travis.  Dr. Harung er gestaprófessor við Maharishi University of Management í Bandaríkjunum og aðstoðarprófessor við Oslo and Akershus University College of Applied Sciences í Noregi.

Fyrirlesturinn verður haldinn fimmtudaginn 16. febrúar í húsnæði íslenska íhugunarfélagsins, Þórunnartúni 2 í Reykjavík kl. 19:30. Fyrirlesturinn er á ensku.

David Lynch - Breytingar byrja innan frá

Stuttur kynningarfyrirlestur um Innhverfa íhugun með Bob Roth.