Maharishi Mahesh Yogi færði heiminum Innhverfa íhugun fyrir 50 árum. Nú hafa um 5 milljónir manna lært tæknina.

Til hvers að læra Innhverfa íhugun?

Innhverf íhugun opnar dyrnar að fullum andlegum þroska. Víðtækar rannsóknir hafa sýnt að hún dregur úr streitu og kvíða sem kemur fram í auknum innri friði, sköpunarmætti, betri heilsu, árangri og hamingju.

Kennslan

Innhverf íhugun (Transcendental Meditation eða TM) er aðeins kennd frá manni til manns af sérmenntuðum kennurum. Iðkað er tvisvar á dag í stól með lokuð augu.

Næstu námskeið hefjast ...

í miðstöð Íslenska íhugunarfélagsins í
Þórunnartúni 2 (áður Skúlatún) í Reykjavík

föstudaginn 11. október og 8. nóvember 2019 kl.19:30

Upplýsingar í síma: 557 8008

Transcendental Meditation in Action

„Innhverf íhugun í raun - hvað segir fólk" (11 mín.)

Kynntu þér Innhverfa íhugun

Þessi einfalda og áreynslulausa tækni er í grundvallaratriðum frábrugðin öðrum íhugunar- og sjálfsþroskaaðferðum. 

 

 

International Young

   Meditators‘ Course

13 – 22 October 2019

Peñiscolá, Castellón, Spain

Þér er boðið á stærsta viðburð ársins  fyrir unga íhugendur!

https://www.merucourses.com/wp-content/uploads/2019/08/IYMC-6.html

Daníel Perez Edvardsson :

"Ég fór fyrst á Young European Meditators Course þegar ég var 19 ára í Barcelona 2011. Það var fyrsta námskeiðið sem var haldið og var m.a. skipulagt af David Lynch Foundation UK og David hélt kynningu um Innhverfa Íhugun í gegnum Skype á námskeiðinu. Síðan hef ég farið á þessi námskeið í Grikklandi, Þýskalandi, Hollandi og á Englandi og þetta er langbesta íhugunarnámskeið sem ég veit um. Nú heitir námskeiðið International Young Meditators Course og er fyrir iðkendur allstaðar að úr heiminum. Það besta við það er að fá að íhuga með mörgum iðkendum sem er að íhuga tvö skipti í röð, tvisvar sinnum yfir daginn með léttum Asanas teygjuæfingum og Pranayama öndunaræfingu. Reynslan af því að fá að íhuga og aftengja sig frá amstri hversdagsins er mögnuð upplifun og mjög umbreytandi. Hvíldin sem maður öðlast á svona námskeiði er engu öðru lík og íhugunin verður miklu dýpri. Eftir námskeiðið verður reynslan af því að íhuga aldrei eins og áður. Maður finnur hvernig mikil streita hefur losnað og maður finnur mikinn mun á smeira og meira eftir hvert svona námskeið."ér. Framförin verður síðan alltaf meiri og maður nýtur þess að kynnast fræðum Maharishi 

 

 

 

 

 

Innhverf íhugun er ekki trú eða heimspeki og krefst engra breytinga á lífsstíl. Auðvelt er að læra tæknina og hún er iðkuð af fólki á öllum aldri, af öllum þjóðernum, trúarbrögðum og stéttum.meira